Umhverfisráðuneyti

751/2002

Reglugerð um tilteknar epoxý afleiður til notkunar í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli. - Brottfallin

1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir fyrir efni og hluti sem í sínu lokaástandi er ætlað að snerta matvæli og framleidd eru úr eða innihalda eitt eða fleiri af eftirtöldum efnum, svokölluðum epoxý afleiðum:

1. 2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própanbis(2,3-epoxýprópýl)eter, hér eftir kallað BADGE, og tilteknar afleiður þess;
2. bis(hýdroxýfenýl)metanbis(2,3-epoxýprópýl)etera, hér eftir kallað BFDGE, og tilteknar afleiður þeirra;
3. aðra novolac glýkídýl etera, hér eftir NOGE, og tilteknar afleiður þeirra.

Reglugerðin gildir ekki um ílát eða geymslutanka sem eru stærri en 10.000 lítrar að rúmmáli eða leiðslur sem tilheyra eða tengjast þeim og eru varðar með sérstakri slitþolinni húð.


2. gr.
Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari merkja efni og hlutir:

a) efni og hluti úr öllum tegundum plasts;
b) efni og hluti sem þaktir eru yfirborðshúð;
c) límefni.


3. gr.
Meginregla.

Efni og hlutir skulu ekki gefa frá sér efnin sem talin eru upp í viðauka 1 í magni umfram það sem þar er tilgreint. BADGE skal ekki vera til staðar í efnum og hlutum eftir 31. desember 2004. Efni og hlutir skulu ekki gefa frá sér efnin sem talin eru upp í viðauka 2 í magni sem, að viðbættu BADGE og afleiðum þess sem taldar eru upp í viðauka 1, er umfram það sem tilgreint er í viðauka 2.

BFDGE skal ekki vera til staðar í efnum og hlutum eftir 31. desember 2004.


4. gr.

Frá og með 1. mars 2003 skulu NOGE sameindir með fleiri en tveimur arómatískum hringjum og a.m.k. einum epoxý hóp, ásamt afleiðum þeirra sem hafa klórhýdrínvirkni og mólmassa undir 1000 dalton, ekki greinast í efnum og hlutum. Greiningarmörk eru 0,2 mg/6 dm², greiningarvikmörk innifalin.
NOGE skal ekki vera til staðar í efnum og hlutum eftir 31. desember 2004.


5. gr.

Fram til 1. mars 2003 gilda skilyrði þessarar reglugerðar ekki um efni og hluti sem eru skilgreindir í b- og c-lið 2. gr. Slík efni og hlutir mega vera á markaði til 1. mars 2003 að því tilskildu að pökkunardagur komi fram á umbúðum og að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla með síðari breytingum.


6. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli samanber og lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla (tilskipun 2002/16/EBE um tilteknar epoxý afleiður til notkunar í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli). Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 28. október 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigríður Stefánsdóttir.



VIÐAUKI 1
Flæðimörk fyrir BADGE og tilteknar afleiður þess.

1. Summa flæðimarka fyrir eftirtalin efni:
a. BADGE (=2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própanbis(2,3-epoxýprópýl)eter);
b. BADGE.H2O;
c. BADGE.HCl;
d. BADGE.2HCl;
e. BADGE.H2O.HCl;
skal ekki fara yfir neðangreind mörk:
1 mg/kg í matvælum eða matvælahermum, þar sem ekki er tekið tillit til greiningarvikmarka, eða;
1 mg/6 dm², í samræmi við tilvik sem lýst er í reglugerð um efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli.
2. Flæðiprófanir skulu framkvæmdar í samræmi við reglur sem gefnar eru upp í viðaukum við reglugerð um efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli. Fyrir vatnsleysanlega herma á framangreint gildi einnig við um BADGE.2H2O. Þetta á þó ekki við ef fram kemur í merkingu að efnið eða hluturinn sé aðeins til notkunar fyrir matvæli og/eða drykki þar sem sýnt hefur verið fram á að summa flæðimarka þeirra 5 efna sem tilgreind eru í 1. tölul. geti ekki farið yfir þau mörk sem þar eru sett.
3. Flæðimörk þeirra efna sem tilgreind eru í a-, b-, c-, d- og e-lið 1. tölul. skulu ákvörðuð með viðurkenndum og stöðluðum aðferðum.



VIÐAUKI 2
Flæðimörk fyrir BFDGE og tilteknar afleiður þess.

1. Summa heildarflæðimarka fyrir:
a. BFDGE (=2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)metanbis(2,3-epoxýprópýl)eterar);
b. BFDGE.H2O;
c. BFDGE.HCl;
d. BFDGE.2HCl;
e. BFDGE.H2O.HCl;
að viðbættri summu þeirra efna sem tilgreind eru í viðauka 1 skal ekki fara yfir eftirtalin mörk:
1 mg/kg í matvælum eða matvælahermum þar sem ekki er tekið tillit til greiningarvikmarka, eða;
1 mg/6 dm², í samræmi við tilvik sem lýst er í reglugerð um efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli.
2. Flæðiprófanir skulu framkvæmdar í samræmi við reglur sem gefnar eru upp í viðaukum við reglugerð um efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli. Fyrir vatnsleysanlega herma á framangreint gildi einnig við um BFDGE.2H2O. Þetta á þó ekki við ef fram kemur í merkingu að efnið eða hluturinn sé aðeins til notkunar fyrir matvæli og/eða drykki þar sem sýnt hefur verið fram á að summa flæðimarka þeirra 5 efna sem tilgreind eru í 1. mgr. þessa viðauka og 1. mgr. viðauka 1 geti ekki farið yfir þau mörk sem þar eru sett.
3. Flæðimörk þeirra efna sem tilgreind eru í a-, b-, c-, d- og e-lið 1. mgr. skulu ákvörðuð með viðurkenndum og stöðluðum aðferðum.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica