Markmið reglugerðar þessarar er að draga úr losun úrgangs og farmleifa í sjó frá skipum með því að tryggja aðstöðu í höfnum til að taka við úrgangi frá skipum.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi orða og hugtaka sem hér segir:
Farmleifar: leifar hvers konar farms um borð í skipum, í lestum eða tönkum, sem verða eftir að lokinni affermingu og hreinsun, þar með talið umframmagn og leki í tengslum við fermingu eða affermingu.
Fiskiskip: hvert það skip sem er útbúið eða notað til fiskveiða eða til að afla annarra lifandi auðlinda sjávar í atvinnuskyni.
Höfn: svæði á landi og sjó með mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa, losunar og lestunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru til áframhaldandi sjó- eða landflutninga og til móttöku og brottfarar farþega.
MARPOL-samningurinn: alþjóðasamningur um varnir gegn mengun frá skipum frá árinu 1973, ásamt bókun frá árinu 1978 (MARPOL 73/78).
Móttökuaðstaða í höfnum: hvers konar aðstaða, hvort sem hún er föst, fljótandi eða hreyfanleg, sem nota má til að taka á móti úrgangi frá skipum og farmleifum.
Skemmtibátur: skip af hvaða gerð sem er ætlað til íþrótta eða tómstunda, óháð tegund búnaðar til að knýja skipið áfram.
Skip: sérhvert fljótandi far.
Úrgangur frá skipum: allur úrgangur, þar með talið skolp og leifar aðrar en farmleifar, sem verður til við störf um borð í skipi og fellur undir gildissvið I., IV. og V. viðauka við MARPOL-samninginn, svo og farmtengdur úrgangur eins og hann er skilgreindur í leiðbeiningum um framkvæmd V. viðauka við MARPOL-samninginn.
Reglugerð þessi gildir um öll íslensk skip og um öll önnur skip sem koma til hafnar á Íslandi, að undanskildum erlendum herskipum, hjálparskipum í flota eða öðrum skipum í ríkiseign eða ríkisrekstri sem um stundarsakir eru nýtt í þágu hins opinbera til annars en viðskipta.
Reglugerðin gildir jafnframt um allar íslenskar hafnir.
Ákvæði 6. gr. á ekki við um fiskiskip og um skemmtibáta sem mega einungis flytja 12 farþega eða færri.
Hafnaryfirvöld skulu koma upp eða tryggja viðunandi móttökuaðstöðu í höfnum, sbr. þó 9. gr. Aðstaðan skal miðast við þarfir skipa er jafnan koma í viðkomandi höfn og skal þannig frá henni gengið að skip verði ekki fyrir ótilhlýðilegum töfum.
Hafnaryfirvöld geta falið fyrirtækjum eða þjónustuaðilum að sjá um móttöku á úrgangi frá skipum.
Hafnaryfirvöld skulu gera áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar, sbr. og viðauka I. Við gerð áætlunar skal hafa samráð við hlutaðeigandi aðila, einkum notendur hafna eða fulltrúa þeirra.
Endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti og eftir meiri háttar breytingar á rekstri hafnarinnar.
Heimilt er að gera sameiginlega áætlun fyrir stærri svæði með viðeigandi þátttöku hverrar hafnar að því tilskildu að gerð sé sérstaklega grein fyrir hverri höfn í áætluninni.
Umhverfisstofnun staðfestir áætlun um meðhöndlun og móttöku úrgangs og farmleifa.
Skipstjóri skips, sem er á leið til hafnar ber ábyrgð á að eyðublað um úrgang og farmleifar í skipum, sbr. viðauka II, sé fyllt út með réttum upplýsingum og að koma því til viðkomandi hafnaryfirvalda:
a) | með 24 klukkustunda fyrirvara við komu til hafnar ef viðkomuhöfnin er þekkt; eða |
b) | um leið og viðkomuhöfnin er ákveðin ef 24 klukkustunda fyrirvari næst ekki; |
eða | |
c) | fyrir brottför frá fyrri höfn ef sjóferðin er skemmri en 24 klukkustundir. |
Upplýsingarnar, sem um getur í 1. mgr., skulu geymdar um borð þangað til komið er til næstu viðkomuhafnar.
Hafnaryfirvöld skulu fyrir 1. mars ár hvert senda Umhverfisstofnun samantekt á þeim tilkynningum um úrgang og farmleifar sem þeim hafa borist árið á undan.
Skipstjóri ber ábyrgð á því að úrgangi frá skipinu sé skilað í móttökuaðstöðu áður en látið er úr höfn.
Skipi er þó heimilt að halda til næstu viðkomuhafnar án þess að afhenda úrgang ef sýnt er fram á með upplýsingum skv. 6. gr. og viðauka II að nægilegt sérhæft geymslurými sé um borð fyrir þann úrgang sem safnast hefur fyrir og mun safnast fyrir meðan á fyrirhugaðri ferð til afhendingarhafnar stendur.
Ef gildar ástæður eru til að ætla að fullnægjandi aðstaða sé ekki fyrir hendi í fyrirhugaðri afhendingarhöfn eða ef höfnin er óþekkt og því hætta á losun úrgangsins í sjó geta eftirlitsaðilar krafist afhendingar úrgangsins frá skipinu fyrir brottför. Láti skip úr höfn eigi að síður án afhendingar úrgangs skal eftirlitsaðili tilkynna það Umhverfisstofnun.
Hafnarstjórn er heimilt að setja gjaldskrá og innheimta sérstakt úrgangsgjald fyrir móttöku úrgangs og farmleifa í höfnum sem standa á undir kostnaði við meðferð og förgun úrgangsins. Gjaldið skal ekki vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem fellur til við veitingu þjónustunnar. Gjöldin geta verið að hluta tengd tegund og magni úrgangs frá skipum og að hluta flokki, gerð, búnaði og stærð skips.
Til að tryggja að gjöldin séu sanngjörn, gagnsæ og endurspegli kostnað vegna þess búnaðar og þjónustu sem veitt er skulu notendur hafnanna hafa aðgang að upplýsingum um þann grundvöll sem gjöldin eru byggð á.
Heimilt er að lækka úrgangsgjaldið ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips eru með þeim hætti að skipstjóri þess geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð.
Skip í áætlunarsiglingum, sem hafa reglulega viðkomu í höfnum, eru undanþegin skuldbindingum um tilkynningar, skil og gjaldtöku sem um getur í 6. gr., 1. mgr. 7. gr. og 8. gr., þegar fyrir hendi er fyrirkomulag sem tryggir afhendingu úrgangs og greiðslu gjalda í einhverri höfn á siglingaleiðinni.
Umhverfisstofnun getur veitt litlum höfnum undanþágu frá því að koma upp eða tryggja rekstur móttökuaðstöðu fyrir skolp ef slík þjónusta er fyrir hendi í nærliggjandi höfn.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með framkvæmd reglugerðar þessarar. Stofnunin skal gera leiðbeiningar um skil á upplýsingum skv. 3. mgr. 6. gr.
Umhverfisstofnun getur falið heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða faggiltum skoðunaraðilum eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar í samræmi við sérstakt samkomulag þar að lútandi, sbr. 2. og 3. ml. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Ágreiningi um framkvæmd reglugerðarinnar er heimilt að vísa til úrskurðar umhverfisráðherra.
Um beitingu þvingunarúrræða og dagsekta, refsiviðurlög, sektir og farbann fer samkvæmt V. kafla laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Reglugerð þessi er sett með stoð í k- og l-lið 6. og 11. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun 2000/59/EB, sem vísað er til í tl. 56i í V. kafla, XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2001, þann 19. júní 2001, og með hliðsjón af tilskipun 2002/84/EB.
Reglugerðin öðlast gildi 1. október 2004.
Ákvæði 6. og 7. gr. gilda ekki um eldri skip eins og þau eru skilgreind í IV. viðauka MARPOL-samningsins, eins og honum var breytt 1. apríl 2004, hvað varðar skolp og seyru, fyrr en 27. september 2008.
Hafnaryfirvöld skulu semja fyrstu áætlun um meðhöndlun og móttöku úrgangs, sbr. 5. gr., fyrir 1. október 2005.
Áætlun skal taka til allra tegunda úrgangs og farmleifa frá skipum sem venjulega koma til viðkomandi hafnar og þær skulu taka mið af stærð hafnarinnar og gerð skipa sem hafa þar viðkomu.
Í áætlun skulu eftirtalin koma fram:
- | mat á þörf fyrir móttökuaðstöðu miðað við þarfir þeirra skipa sem venjulega koma til hafnarinnar; |
- | lýsing á gerð og geymslurými móttökuaðstöðu hafnarinnar; |
- | nákvæm lýsing á verklagsreglum við móttöku og söfnun úrgangs frá skipum og farmleifa; |
- | lýsing á gjaldtöku; |
- | málsmeðferð við skýrslugjöf um vanbúnað móttökuaðstöðu hafna; |
- | málsmeðferðarreglur um stöðugt samráð við notendur hafnar, verktaka sem meðhöndla úrgang, rekstraraðila hafnarinnar og aðra hagsmunaaðila; og |
- | tegund og magn úrgangs frá skipum og farmleifa sem tekið er á móti og meðhöndlað. |
Að auki skal eftirfarandi koma fram í áætlun:
- | samantekt um viðeigandi löggjöf og formsatriði við afhendingu; |
- | upplýsingar um hvaða einstaklingur eða einstaklingar bera ábyrgð á framkvæmd áætlunarinnar; |
- | lýsing á búnaði og ferlum við formeðferð úrgangs og farmleifa í höfninni ef um slíkt er að ræða; |
- | lýsing á aðferðum við skráningu raunverulegrar notkunar á móttökuaðstöðu hafnarinnar; |
- | lýsing á aðferðum við skráningu á magni úrgangs frá skipum og farmleifa sem tekið er á móti; og |
- | lýsing á aðferðum við losun úrgangs frá skipum og við losun farmleifa. |
Verklagsreglur við móttöku, söfnun, geymslu, meðhöndlun og förgun eiga að öllu leyti að vera í samræmi við umhverfisstjórnunarkerfi sem hentar vel til þess að draga smám saman úr umhverfisáhrifum slíkra aðgerða. Gert er ráð fyrir slíku samræmi ef verklagsreglurnar eru í samræmi við ákvæði reglugerðar um frjálsa þátttöku iðnfyrirtækja í umhverfismálakerfi ESB.
Aðgengilegar upplýsingar fyrir notendur hafna:
- | stutt tilvísun í grundvallarþýðingu réttrar afhendingar úrgangs frá skipum og farmleifa; |
- | staðsetning móttökuaðstöðu hvers skipalægis með teikningu/korti; |
- | skrá yfir helstu tegundir úrgangs frá skipum og farmleifa sem að jafnaði koma til afgreiðslu; |
- | skrá yfir tengiliði, rekstraraðila og þá þjónustu sem er í boði; |
- | lýsing á starfsaðferðum við afhendingu; |
- | lýsing á gjaldtöku; og |
- | málsmeðferð við skýrslugjöf um vanbúnað í móttökuaðstöðu hafna. |
1. | Nafn og kallmerki skipsins og, ef við á, IMO-auðkenningarnúmer. | ||
2. |
Fánaríki: |
||
3. |
Áætlaður komutími: |
||
4. |
Áætlaður brottfarartími: |
||
5. |
Fyrri viðkomuhöfn: |
||
6. |
Næsta viðkomuhöfn: |
||
7. |
Síðasta afhendingarhöfn og dagsetning afhendingar úrgangs frá skipinu: |
||
8. |
Afhenda á í móttökuaðstöðu í höfn: |
||
allan úrganginn p __________ (*) Merkið við í viðeigandi reiti. |
hluta úrgangs p |
engan úrgang p (*) |
|
9. |
Tegund og magn úrgangs og farmleifa, sem á að afhenda og/eða verða eftir um borð, og hundraðshluti þess magns af hámarksgeymslurými: |
||
Ljúkið við annan dálkinn eins og við á ef afhenda á allan úrganginn. |
|||
Ljúkið við alla dálkana ef afhenda á hluta úrgangsins eða engan úrgang. |
Tegund
|
Úrgangur sem afhenda á
m3 |
Hámarks-
geymslurýmd m3 |
Magn úrgangs sem verður eftir um borð
m3 |
Höfnin þar sem afhenda á afgangsúrgang
|
Áætlað magn úrgangs sem verður til frá birtingu þessarar tilkynningar og þar til komið er til næstu hafnar m3
|
1. Olíuúrgangur | |||||
Olíumengaður austur frá vélarrúmi | |||||
Kjölvatn, | |||||
Annað (tilgreinið) | |||||
2. Sorp | |||||
Matarúrgangur | |||||
Plast | |||||
Annað | |||||
3. Farmtengdur úrgangur (1) (tilgreinið) | |||||
4. Farmleifar (1) (tilgreinið) | |||||
(1) Um mat getur verið að ræða. |
1. | Heimilt er að nota þessar upplýsingar vegna hafnarríkiseftirlits og annars eftirlits. |
2. | Fylla ber út þetta eyðublað nema því aðeins að skipið falli undir undanþágu í samræmi við 9. gr. reglugerðar þessarar. |
Undirritaður staðfestir að:
framangreindar upplýsingar eru nákvæmar og réttar og | ||
að nægilegt sérhæft geymslurými er um borð í skipinu fyrir allan þann úrgang sem kann að verða til frá birtingu þessarar tilkynningar og þar til komið er til næstu afhendingarhafnar. |
||
Dags: ................................................. |
||
Tími: ................................................... |
||
Undirskrift skipstjóra: ........................... |
||
_____________________________________________________________ | ||
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is er hægt að nálgast eyðublað á ensku um tilkynningar um úrgang og farmleifar í skipum fyrir skip sem sigla utan til hafna innan EES. |
||