1. gr.
Tilskipanir ráðsins nr. 66/401/EBE og nr. 66/402/EBE, sem vísað er til í III. kafla I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/1998, frá 17. júlí 1998, og tilskipanir ráðsins nr. 2002/53/EBE, nr. 2002/54/EBE, nr. 2002/55/EBE og nr. 2002/57/EBE sem vísað er til í III. kafla I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 40/2003, frá 17. maí 2003, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, I. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Ofangreindar tilskipanir ráðsins eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.
3. gr.
1. mgr. 3. gr. orðast svo:
Sáðvöru má einungis rækta undir opinberu eftirliti og viðurkenna til sölu ef hún er af stofni sem er tilgreindur á opinberum sáðvörulista í einhverju EES-landanna.
4. gr.
13. gr. orðast svo:
Allar pakkningar skulu vera með vörulýsingu sem uppfyllir kröfu C-hluta I. þáttar eða II. þáttar í 3. viðauka. Skal vörulýsingin vera á einu af hinum opinberu tungumálum Evrópska efnahagssvæðisins. Sé hún ekki á íslensku skal íslensk þýðing fylgja með við sölu.
5. gr.
1. mgr. 15. gr. fellur brott.
6. gr.
a. liður 1. mgr. 22. gr. orðast svo:
um er að ræða stofn sem tilgreindur er á innlendum sáðvörulista eða í sameiginlegri EES-skrá yfir stofna.
7. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru tekur þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 21. desember 2007.
F. h. r.
Ólafur Friðriksson.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)