1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
a) Í stað laganúmersins "51/1968" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 145/1994.
b) Í stað orðanna "3. gr. laga nr. 51/1968" í 2. mgr. kemur: 2. og 3. gr. laga nr. 145/1994.
2. gr.
Í stað orðanna "3. gr. laga nr. 51/1968" í 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 2. og 3. gr. laga nr. 145/1994.
3. gr.
1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reikningseyðublöð skulu vera fyrirfram tölusett (áprentuð númer) í samfelldri töluröð. Við útgáfu reiknings skal hann jafnframt bera nafn, kennitölu og skráningarnúmer seljanda.
4. gr.
Ný grein bætist við reglugerðina sem verður 5. gr. A með fyrirsögninni "Gíróseðlar" og orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. er þeim sem falla undir 3. mgr. 3. gr. heimilt að nota gíróseðla í stað sölureikninga. Gíróseðlarnir skulu vera fyrirfram tölusettir í samfelldri töluröð og uppfylla önnur skilyrði um form og efni sölureikninga, en þó er nægilegt að þeir séu í tvíriti. Seljandi skal varðveita afrit í réttri töluröð.
Við útgáfu gíróseðla skal gera söluuppgjörsblað yfir útgefna seðla og það áritað af ábyrgum starfsmanni fyrirtækisins. Á söluuppgjörsblaði skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar um hvern einstakan gíróseðil:
a) Útgáfudagur.
b) Númer.
c) Heildarfjárhæð ásamt fjárhæð virðisaukaskatts.
d) Nafn og kennitala viðskiptamanns.
Söluuppgjörsblað skv. 2. mgr. skal liggja til grundvallar færslu á sölu í bókhaldi.
Varðveita skal yfirlit frá banka yfir innborgaða gíróseðla eins og önnur fylgiskjöl. Innborgunaryfirlit frá banka skal vera grundvöllur færslna á viðskiptamannareikning. Jafnframt skal varðveita gögn frá prentsmiðju eða banka sem sýna hvaða númerahópur hefur verið prentaður af gíróseðlum hverju sinni.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:
a) Í stað orðanna "8. gr. bókhaldslaga nr. 51/1968" í 4. mgr. kemur: 2. tölul. 4. mgr. 10. gr. bókhaldslaga nr. 145/1994.
b) Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
Smásöluverslunum og þjónustusölum, sem um ræðir í 1. mgr., er skylt að gefa út kvittun skv. 7. gr. við sölu á gjafakorti. Á kvittun skal auk þess sem segir í 7. gr. koma fram hver gjafþegi er og að innborgun sé vegna gjafakorts. Þegar úttekt á vöru eða þjónustu samkvæmt gjafakorti er valkvæð þannig að ekki er ljóst undir hvaða skatthlutfall væntanleg úttekt fellur skal miða skatthlutfall við 24,5%. Við afhendingu á grundvelli gjafakorts skal gefa út sölureikning þó að seljandi skrái tekjur sínar í sjóðvél. Seljandi skal varðveita afrit eða samrit kvittana og reikninga ásamt mótteknum gjafakortum.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:
a) Við 4. tölul. 1. mgr. bætast orðin: og stöðu teljarans við hvert söluuppgjör.
b) Við 2. málsl. 4. mgr. bætast orðin: og þannig útbúið að ekki sé hægt að breyta einstökum færslum er áður hafa farið fram.
7. gr.
1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, sem valda aðila verulegum vandkvæðum eða óhagræði af að skrá sölu sína í sjóðvél eða á fyrirfram tölusetta sölureikninga, getur ríkisskattstjóri heimilað honum að nota annað söluskráningarkerfi en kveðið er á um í 3. - 9. gr. eða að víkja frá einstökum ákvæðum þessara greina, enda sýni aðili fram á notkun á skýru og öruggu kerfi sem tryggir að unnt sé að sannreyna að allar tekjur komi fram. Meðal annars getur ríkisskattstjóri heimilað aðila að færa sölu sína eftir sérstökum söluyfirlitum greiðslukortafyrirtækja, eftir skjölum sem flutt eru á milli tölva og eftir staðgreiðslusölulistum eða staðgreiðslusöluyfirlitum, sbr. nánar 2. og 3. mgr.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:
a) Á eftir orðunum "gegn greiðslukorti" í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ,(3) lánssala og (4) mismunur á skráðri sölu á uppgjörsstrimli sjóðvélar og talningar úr sjóðvél ásamt skýringum á þeim mismun.
b) Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Komi fram mismunur á skráðri sölu á uppgjörsstrimli sjóðvélar og talningar úr sjóðvél, sbr. 1. mgr., skal miða skatthlutfall fjárhæðarinnar við meðaltalshlutfall innheimts virðisaukaskatts viðkomandi dags, enda sé ekki vitað til hvaða skatthlutfalls fjárhæðin tilheyrir. Ef mismunur er óvenju mikill og verður til vegna sérstakra aðstæðna skal miða skatthlutfall fjárhæðarinnar við meðaltalshlutfall síðasta uppgjörstímabils.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:
a) Á eftir orðinu "kreditreikninga" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: , frumrit gíróseðla.
b) Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Þá geta samrekstraraðilar sem halda sameiginlegt bókhald skv. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, fært innskatt eftir sérstakri sundurliðun að réttri tiltölu í viðeigandi reikninga í bókhaldi hvers aðila.
c) Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
Skjöl úr tekjuskráningarkerfi, se m fengið hafa samþykkt ríkisskattsjóra skv. 10. gr. geta legið til grundvallar færslu á innskatti í bókhaldi, önnur en greiðsluyfirlit greiðslukortafyrirtækja.
10. gr.
1. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Tekjufærsla skal byggð á samritum af útgefnum sölureikningum, sbr. 3. - 5. gr. og/eða söluuppgjörsblaði skv. 3. mgr. 4. gr., 2. mgr. 5. A gr. og 1. mgr. 12. gr., eða gögnum úr tekjuskráningarkerfi sem aðili hefur fengið heimild fyrir, skv. 10. gr., svo og færslum í undirbók skv. 11. gr.
11. gr.
Við 21. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. og orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að halda opinberum þjónustugjöldum, sem greidd eru í tengslum við sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu, fyrir utan skattverð sem útlögðum kostnaði, þótt frumrit reiknings sé skráð á seljanda og kaupandi fái ekki frumrit reiknings í hendur, enda sé kaupandi endurkrafinn um kostnaðinn án nokkurs álags eða þóknunar.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. reglugerðarinnar:
a) Í stað orðanna "sem ekki eru bókhaldsskyldir skv. lögum nr. 51/1968" í 1. málsl. kemur: sem undanþegnir eru skyldu til færslu tvíhliða bókhalds.
b) 2. málsl. fellur brott.
13. gr.
32. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skattaðilar skulu geyma bókhald sitt, bókhaldsfylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Þeim sem nota sjóðvélar er þó ekki skylt að varðveita innri strimla lengur en þrjú ár frá lokum viðkomandi reikningsárs enda liggi fyrir fullfrágengið bókhald og undirritaður ársreikningur. Þó skal ávallt varðveita bókhaldsgögn vegna byggingar, viðhalds og endurbóta fasteigna jafnlengi og leiðréttingarskylda varir, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
Ákvæði í lögum og reglugerð um bókhald varðandi geymslu gagna sem varðveitt eru á tölvutæku formi, á örfilmu eða annan sambærilegan hátt, gilda um bókhald virðisaukaskattsskyldra aðila eftir því sem við getur átt.
14. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 21., 23. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. maí 1997.
Fjármálaráðuneytinu, 14. febrúar 1997.
F. h. r.
Jón Guðmundsson.
Hermann Jónasson.