Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

564/1988

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Til staðgreiðsluskyldra launa, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, teljast, auk hvers konar endurgjalds fyrir vinnu, ökutækjastyrkir, hlunnindi, flutningspeningar, ferðapeningar, dagpeningar og aðrar starfstengdar greiðslur, aðrar en þær sem samkvæmt reglugerð þessari er heimilt að halda utan staðgreiðslu.

2. gr.

Við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætast þrír töluliðir svohljóðandi:

19. Greiðslur höfundarlauna til Íslendinga búsettra hérlendis er fram fara samkvæmt lögum nr. 73/1972, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1987 með síðari breytingum, er ekki fari fram úr 120 000 kr. á ári.

20. Greiðslur launa til vistmanna elliheimila fyrir störf sem unnin eru í endurhæfingarskyni, enda sé um að ræða greiðslur er viðkomandi elliheimili innir of hendi eða hefur milligöngu um og heildarfjárhæð, er hver vistmaður nýtur, fari ekki fram úr 120.000 kr. á ári.

21. Greiðslur, samkv. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 41/1983, um málefni fatlaðra.

3. gr.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Fjárhæðir skv. 16., 17., 19. og 20. tölulið 1. mgr. þessarar greinar eru grunnfjárhæðir miðaðar við 1. desember 1987 og skulu þær breytast í samræmi við lánskjaravísitölu, sbr. 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 8. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 28. desember 1988.

Ólafur Ragnar Grímsson.

Lárus Ögmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.