Fjármálaráðuneyti

439/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.

1. gr.

d. liður 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

d. Starfsemi Þjóðkirkjunnar og annarra opinberlega viðurkenndra trúfélaga, starfsemi deilda inna slíkra trúfélaga, svo og hver önnur viðurkennd kirkjuleg starfsemi.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 12. júní 2003.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica